Friday, September 19, 2008

Talandi um að vera orðin fertug :)

Konur yfir fertugt - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld...
Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og hér eru
nokkrar ástæður fyrir því:
Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig
'hvað ertu að hugsa?'
Henni gæti ekki verið meira sama.
Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún
ekki yfir því.
Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það
áhugaverðara en leikurinn.
Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í
öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.
Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.
Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.
Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.
Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.
Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.
Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.
Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur,
vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.
Til allra þeirra karla sem segja; 'Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?' þá eru hér nýjar upplýsingar:
Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.
Hvers vegna? * Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa* * heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!*

Monday, September 1, 2008

Afmælisfeist

Takk allir þið sem hjálpuðu mér að gera fagnaðinn minn frábæran í alla staði. Þið eruð öll yndisleg.
Milljón knús.

Hulda (ennþá á fertugsaldri)

Wednesday, August 27, 2008

8 ára 28082008

Og geri aðrir betur á morgun á Prinsinn minn afmæli og hann verður 8 ára þann 280808 þetta er bara geðveikt flott. Ákveðið var í sameiningu að skella í veislu í Veröldinni okkar fyrir sjarmatröllið mitt og tilhlökkunin er að vonum mikil. :)

Wednesday, May 7, 2008

Það er þetta með sálfræðina sko

Svefnáhugamál barna sko. Það er mikill áhugi búin að vera á mínu heimili til gistinátta í tjaldi frá og með strax sumardeginum fyrsta. Þá var sko tjaldið rifið út.
Svo var spurt mamma má ég sofa í tjaldinu í nótt. Ég sagði strax "JÁ ELSKAN". :)
Nú það kom kvöld og myrkur og kuldi og allt í einu var skipt um skoðun, "öllum til mikillar undrunar" :)

Nú reglulega rignir þessum spurningum yfir mig ég ég segi alltaf "JÁ ELSKAN"
Stubbi er líka eitthvað að prófa sig áfram. ´"Má ég sofa á svölunum, eða í baðkarinu " osfrv. og mamma segir alltaf "JÁ ELSKAN" Skrítið þó það er alltaf hætt við , skil ekkert í þessu :).

Það er gott að vita að litlir menn hafa stólpa dómgreind :D

Thursday, May 1, 2008

yllisprotinn????

Sko nú er ég alveg despó.
Af hverju vildi Harry Potter meina að Draco Malfoy væri réttmætur eigandi Yllisprotans. Mín fattar ekki og það er ekki að virka fyrir hana!!!!!!!!!
HJÁLP þið alsvitandi

Sunday, April 20, 2008

Eiginleikar

Eiginleikar einstaklinga eru margir og af ýmsum toga.
Bjartsýni er góður eiginleiki.
Aldrei gefast upp alltaf trúa á það besta, góður eiginleiki.
Gefast ekki upp nema í fulla hnefana, góður eiginleiki.
Samningafærni, góður eiginleiki.
Trú á meðbræðrum sínum, góður eiginleiki.
Vera alltaf tilbúin til að reyna aftur, góður eiginleiki.
Jákvæðni, góður eiginleiki.

Hafi öllum þessum eiginleikum verið beitt í nokkur ár og niðurstaðan segir manni enn og aftur að það er ekki!!!! hægt að fara með strákana upp í hesthús og hvað þá fara á bak og hvað þá að leyfa vinum þeirra að koma með. Þá fer maður að spyrja sig hvort tími sé komin til að gefast upp. :(

En :S sjáum til, kannski kemur það, látum það koma í ljós næstu helgi, hver veit :)

Wednesday, April 16, 2008

Mamma þú er flottust!!!

Sko og ha ha.
Við sonur minn vorum að ræða um stúlkur og einhverra hluta vegna tvinnaðist inn í umræðuna hvor stúlknanna honum hefði þótt flottari. Minn var ekki lengi að svara " Mamma þú ert flottust" þeir eru sko fljótir að læra mínir. :D held þeir verði flottir þarna í framtíðinni við fljóðirnar.
GP lærðu af þessu heheheheh

Hef annars verið heimahangandi lasin í tvo daga. Arrgg og garrg, en gat þó gaggast eitthvað á milli í verkinu mínu. Má bara alls ekki vera að þessu.

FACE

Thursday, April 10, 2008

Kjötbollur í Ikea

"Mamma ég var að pæla. Eigum við að fara í IKEA og fá okkur kjötbollur og svo get ég farið í leiklandið" Bragi nokkur Hrólfsson. Gellur við á hvurjum degi.

Wednesday, April 9, 2008

Anna Margrét Petra

Litla systir hans Sindra bróður hans Braga heitir Anna Margrét Petra. Þetta finnst mér merkilegt. Stundum er tilveran dularfull.

Wednesday, April 2, 2008

Tileinkað litla bróður

Í dag fékk ég knús þegar ég vaknaði. Mamma þú ert besta mamma í heimi. Í dag, var mér sagt að ég væri fallegasta mamma í heimi. Í dag fékk ég mörg knús bara af því ég er ég . Í dag gat ég gefið fullt af knúsum alveg eins og ég vildi. Sagt tveimur ótrúlega fallegum einstaklingum að ég elski þá mörgum sinnum. Í dag tóku sætir stubbar af borðinu sjálfir :), í dag háttuðu tveir stubbar sig sjálfir :) í dag var mörgum sinnum sagt takk mamma :) í dag hlýnaði mér mörgum sinnum við hlátur, bros og stubbalag. Í dag gat ég mörgum sinnum sagt takk ástin mín.

Þetta var ekki fyndið, þetta átti ekki að vera fyndið, þetta finnst mörgum án efa hræðilega væmið, en þetta er satt og mig langaði að segja það :Þ og þetta er tileinkað litla bróður :D

Thursday, March 27, 2008

piss og krem

Í nótt var pissað á mig. Ég vaknaði við hlýja ljúfa bununa sem sprautaðist á mig og rann niður eftir bakinu. :) (aldrei fundið þetta með bununa áður þó ég hafi áður upplifað þetta með hlýjuna sem læðist um bakhlutann) Í raun verður ekki annað sagt en þetta hafi verið mjög þægilegt, þar til hugsunin sló mig að hann sonur minn væri nú hugsanlega að pissa á mig og ekki nóg með það í rúmið mitt. hmmmmmm

Krem er annar þjóðfélagsósóminn. í raun hrottalega gott að fá á sig krem finnst mér ! En við erum ekki öll eins. Litli stubburinn minn er einn af þeim sem eiginlega þarf að fá krem, og hann er líka einn af þeim sem hatar krem í hans huga er krem ógeðslegt og maður getur orðið verulega veikur af því að fá á sig krem. Allar mögulegar aðferðir hafa verið reyndar en sú sem virkar er 1/2 tíma aðferðin, í 4 ár höfum við reynt að finna réttu aðferðina en hún er í raun ekki til. Eina aðferðin sem til er er sú að rökræða málið í 1/2 tíma hvert sinn sem setja skal á sig krem. Nú fyrir óþolinmóða sem gjarnan vilja rumpa hlutunum af og eru ákaflega oft of seinir (af einhverjum óskýranlegum ástæðum ;Þ) er þetta mikil þolraun. En þær ku nú styrkja mann svo hver veit ;)

Wednesday, March 26, 2008

Föt

Í dag ætla ég að tjá mig um föt.
Hvaða hálfviti fann upp fötin. Gerði viðkomandi sér grein fyrir þeim ólýsanlega sársauka, félagslegur vandamálum og fjölskyldu krísum sem upp myndu koma vegna þessara klæðabúta.
Frá fæðingu hafa föt verið mér til mikils ama. Sem ung kona tókst mér iðulega að klæðast röngum fötum. Ætlaru í þessu var viðkvæðið. Keyptar voru á mann flíkur óumbeðið en af góðvild einni en þær reyndust ekki vera réttar og því upphófst þarna drama allmikið sem endist í ef ekki mörg ár og allt út af einni brók sem hafði þann hæfileikann að mynda tvo fótbolta úr afturenda einum stórkostlegum.
Síðan þá hefur þetta verið eilíf barátta um að kaupa eða ekki kaupa föt og í hvað á að fara og hvort það yfir höfuð kemst yfir rassinn.

Og ekki batnaði ástandið eftir að ég þrefaldaðist úr úr mér sputtu afvextir tveir. Einhverra vegna höfðu þeir strax mjög ákveðnar skoðanir á því hvaða efnisbútum þeir vildu og vildu ekki klæðast. Ekki nóg með það þessir efnisbútar meiga ekki snúa nema á ákveðna vegu, það má ekki fara í þá nema eftir ákveðinni röð ( og við skulum ekki geyma því að þessir úrvextir eru báðir af kyni því er nefnist karlkyn) og svo framvegis. Litirnir ómögulegir, þetta er þröngt, ekki þetta aftur og ég veit ekki hvað og hvað.
Sem móðir stekk ég upp (Takið eftir lýsingunni stekk, kannski lítillega ýkt) á hverjum morgni eldspræk og geng dansandi og syngjandi að klæðaskáp drengja minna. Nú meðan þeir eru að umla undir sænginni, reyni ég vegna fenginnar reynslu að fá einhverjar upplýsingar um hverju hugsanlega þeir gætu hugsað sér að klæðast þennan daginn. Lítið er um svör , það eina sem ég veit með vissu er að það sem ég vel er EKKI það sem þeir vilja ganga í þann daginn.
Í morgun til dæmis varð ég fyrir árás út af pollabuxum (þær voru of þungar), umræðan um að fara ekki í gallann sem er höfð í 90% tilvika að morgni upphófst og fótboltaskórnir voru dregnir fram í gaddinum. Þegar nota bene búið var að ræða það að fara yfir höfuð í fatnað þennan morguninn. Þetta var sá eldri. Sem er nú sem betur fer orðin heldur sjálfbær hvað klæðnað varðar.

Nú þá var eftir baráttan við þann yngri.
Nú bolur, og fallegur töff skyrtubolur. Nei fyrst vildi hann vera áfram í skítuga bolnum síðan í gær. Eftir umræður og umhugsunarfrest féllst hann á að hann mætti víkja. Þá var farið í nýjan bol Ok og þá kom að skyrtunni, Nei ég vil ekki fara í þessa skyrtu mamma. ok umræðan var tekin og hún var samþykkt þegar löggumerkið og kábojinn uppgötvuðust (hann vildi nú eiginlega frekar ekta löggumerki en ok). nú þá uppgötvaðist að hann var í bolnum innanundir, það var nú ómögulegt úr honum skyldi hann, og upphófst grátur mikill ( með einstakri þolinmæði tókst mér að dissa þennan þátt og fyir eitthvert kraftarverk reif minn sig ekki úr bolnum þennan morguninn. Nú þá voru það gammosíurnar, ekki vildi minn í þær og þaðan af síður hlýju sokkana ( nú í þá fór hann þar sem hann var með hósta en það þíddi kvart í 3 korter eftir það) En ok nú voru þær buxurnar og í þær fór hann en kvartandi yfir bolnum og sokkunum. Úlpan var samþykkt en húfan nei takk. Vettlingarnir (hafði vit á að ræða það ekki þennan morguninn) sluppu og sama gilti um flíspeysuna. Nú taka skildi með inniskó sem heilmikil flækja var að fara í þar sem árans sokkarnir voru þarna enn og þegar ég skildi við minn í leikskólanum var hann að fara úr hlýju sokkunum sínum til að vera á tásunum í inniskónum.

Og vitið þið bara hvað ég er meira að segja þannig af guði gerð að mér er alveg sama í hvaða fötum drengirnir mínir eru svo framarlega sem þeir frjósa ekki úr kulda og eru ekki drullu skítugir.

Sem sagt föt!!!!!!!!!!!!!!
Held ég legga það til á alþingi að við veðum öll látin vera loðin aftur. Held það myndi spara þjóðarbúinu offjár í geðlyfjum.

Wednesday, March 19, 2008

vá ég veit það er langt síðan ég tjáði mig síðast. Sem sagt eins og ég áður tjáði þá hrundi tölvan mín og núna loksins fór ég í að redda málunum og komast aftur í tengingu við umheiminn :). Rosalega hef ég saknað mín.

Las ferlega góða grein um daginn þar sem samkvæmt rannsókn þá komust þeir sem eru almennilegir og heiðarlegir lengst áfram í baráttunni miklu.
Mikið var að belja bar. Þetta er nefnilega málið. Það er alltaf verið að prenta það inn að eina leiðin til að komast áfram sé að vera egoisti en þarna er orðið ljóst að við þessi góðu eigum okkur líka viðreisnar von. Þvílíkur léttir ég mun meika það :Þ.

Krónan og drallið féll eins og við var að búast. Þýðir ekkert að grenja það, verst að vera akkurat núna með helmingin af bílaláninu í erlendri minnt :Þ en nenni ekki að velta mér upp úr því þetta er nú ekki svo rosalegt ennþá.

Og svo eru það páskarnir. Skrítið eiginlega að ég hin kristna kona skuli kippast við þegar stubburinn minn kemur heim úr skólanum og fullyrðir (eins og hann lærði þar) að Jesús hafi.... eitthvað. Ég hélt virkilega að það væri kennt í skólum að okkar trú segði að , þarna er regin munur á og þar sem ég vil að drengirnir mínir læri að bera virðingu fyrir trúarbrögðum annarra og einnig fjölbreytileika mannfólksins ræddi ég það við hann að okkar trúarbrögð segðu þetta en það væru líka til fleiri svona sögur.

Ég vil að kristnifræði sé kennd en mér finnst þurfa að skerpa á skilningnum varðandi það að hér sé um kristin trúarbrögð að ræða ekki hluti sem hægt sé að fullyrða um sem heilagan sannleika.
Fannst svolítið skrítið að átta mig á því að hlutirnir eru enn eins og þegar Anna Magnúsdóttir heitin kenndi okkur og líka það að mér skildi bregða svona við. Hér förum við yfirleitt með bænir. En jú reyndar þá finnst mér það vera í anda kristinnar trúar að kenna opin huga og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum.

Og megi guð nú blessa okkur öll. Því hann er jú bara samkvæmt minni trú einn og heitir mörgum nöfnum eftir því hvað hver leggur í þá orku sem í honum býr. :)

Friday, March 14, 2008

Lag dagsins í dag

Sungið á mínu heimili af Braga nokkrum Hrólfssyni.
"það er gott að kúka, það er gott að kúka osvfrv" veit ekki hvort hann var búin að kynna sér málefni dagsins :D

og himnarnir hrynja

Já eitthvað hefur þetta reynst tilverunni erfitt. Það er bara sama hvar ég reyni að tjá mig allstaðar er skellt á mig. Maður reynir tölvuna og hviss búmm bang hún bara hrinur. Ég veit bara ekki hvernig maður á að skilja svona lagað. :Þ

En þar fyrir utan, mikið rosalega er ég ánægð með hann Árna minn DJOnson að skora hann Bubba Mortensen á hólm. Finnst alltaf betra ef fólk temur sér dempaðan hroka ;P þó maðurinn sé snillingur á sínu sviði.

Saturday, March 8, 2008

Hershöfðinginn Hulda

Já annað verður ekki sagt. Aldrei hefði ég séð mig í hlutverki hershöfðingjans, enda er ég ekki svo viss um að mér farnist það hlutverk vel úr hendi. heheheh. En eitt er víst maður fær víst ekki alltaf að velja :Þ.
Eiginlega er ég óttarlegur lúser hvað viðkemur að vera einhver stjóri, not rilí mí. Þarna er einhver merkileg brotalöm í gangi þar sem ég sem er náttúrulega eins og allir sem þekka mig vita alveg rosalega staðföst kona með mikinn átoritet sem allir ég endurtek allir hlíða og taka mikið mark á :Þ. En hér sig ég sem sagt og á hvorki meira né minna en tvö stykki óeirðasekki sem krefjast þess að ég sé marsjall mamma hafi ég einhvern huga á að lifa af. (god æ heit it) :D.

Eiginlega finnst mér að góðmennska mín eigi að duga algerlega sem agatæki. En ég veit ekki alveg hvað það er, að lokinni töku 20 á ´"blíðu nótunum" verður að beita armí tækninni og þá verða sumir reiðir heheh ( það má ekki öskra á mann!!!!!!!!!!). Mikið rosalega leiðist mér þetta, en ég ( af því ég er óviðbjargangi bjartsýnismanneskja hvað viðkemur því að finna lausnina) held áfram að reyna, enda hef ég víst ekki annað val heheheheh.

En það verður nú að segjast að þessi dagur var rosa flottur í hinni litlu sætu familíu. sól og sæla, hesta og sund, bingó og ´búðarráp (ikea) :D, ´ bílinn orðinn hreinn og fín, er hægt að hafa það betra. Og ekki nóg með það marskálkurinn þurfti bara að mæta á svæðið í tvígang :)

Friday, March 7, 2008

krúttið mitt

Í dag fór ég á skólann að sjá strákarassinn minn í sínu skólaumhverfi . Tókst nú næstum með minni snilld að klúðra því en þetta hafðist eins og alltaf. Þetta var algert æði. Þarna var minn að sína dans og hann var svo sætur. Ljómaði eins og sól í heiði og dansaði af hjartans list eins og náttúrulega mamma gamla. Og ég hugsaði með miklu stolti hve stórfenglegan prins ég ætti. Nú minn byrjar dansinn og allt gengur voða vel nema eitthvað voru nú töffarabuxurnar að þvælast fyrir honum, vildu eitthvað síga niður og hann endaði þannig að hann hélt allan tíman með einari í buxið :D. Hitt dæmið snérist um sokkana. Eiginlega var bara um hálfa sokka að ræða hmmmm. Sko mitt er að meta :Þ.
Nú dagurinn hófst sem sagt þannig að síminn hringdi og minn stekkur í símann. Vinur í neyð!!!! mamma ég verð að fara strax til Hrannars hann er grátandi einn heima hjá sér :) ( ég varð ekkert smá stolt) nú minn stökk í föt og var svo horfin út. Hafði nú reiknað með að hitta hann en það var eins og það er við hittumst bara síðar í skólanum, enda þarna um sjálfstæðan dreng að ræða ;). Og sem sagt skellurinn kom þegar ég mætti á svæðið. Stákurinn var æðislegur en móðirinn hefði víst aðeins átt að yfirfara stillinguna á axlaböndunum sem þó voru þarna og kannski spurning um heila sokka svona inn á milli.

Nú lærdómurinn af þessari sögu.

Ég er góð í að :
ala upp sjálfstæða ´stráka
Hjálpsama stráka
glaða stráka

þyrfti kannski að æfa betur
smámunasemi með hreina sokka
heila sokka
klippingu á hári :S

Mál skal tekið til mats (hér mun verða ákvarðað hvort skiptir meira máli, hyggst liggja yfir þessu svona í 3 ár til viðbótar =)

Snilli mín

og snilli minni eru engin takmörk sett. Innsláttarvillurnar verða bara að hafa sitt space :Þ Sé karakter manns ekki með á manns eigin bloggi hvar þá :)

Börnin okkar

Það er ákveðið atriði sem hefur oft skotið upp í kolli mínum síðastliðið tvo ár og nú langar mig að springa út hvað það varðar.
Það er til félgagsskapur á Íslandi og án efa í fleiri löndum sem á fullan rétt á sér og hefur fullt til síns máls að leggja og það er félgasskapur sem samanstendur af feðrum sem fá ekki nægan eða engan umgengnisrétt við börnin sín. Ég styð þá fyllilega í sinni baráttu og á mjög erfitt með að skilja hvernig á því stendur að þeir eru yfir höfðuð í þeirri stöðu sem þeir eru. (Svo framarlega sem hegðun þeirra gagnvart börnum sínum hefur verið innan lagalegra marka.
Það sem aftur er að bögga mig er það að ákveði faðir (örugglega í sumum tilvikum móðir) að hann vilji ekki umgangast barnið sitt einhverra hluta vegna. Er ekkert hægt að gera í því. Það má reyna að setja á einhver sektarákvæði, en ef faðirinn borgar hvort eð er ekki meðlög hverju breytir það þá og hver er akkurinn í því fyrir barn að umgangast föður sem hefur verið þvingaður til að hitta það. Ég þekki ótal mörg dæmi þar sem feðurnir umgangast ekki börnin sín og er að því er virðist bara fk sk sama og hvað þá. Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en helber mannvonska sem enganveginn er hægt að skilja og við henni er ekkert að gera. Hvar er baráttu hópurinn fyrir þessum hluta ég vildi gjarnan sjá hann því þau börn sem er algerlega án umgengni við föður eru alveg ótrúlega mörg.

Thursday, March 6, 2008

SINDRI

Hann Sindri er nýr fjölskyldumeðlimur sem mig langar til að kynna. Hann á allt og getur allt. Hann er sko bróðir hans Braga. Fer nú eftir dögum hvort hann er stóri eða litli enda aukaatriði. En hann er fullkominn og á allt sem hægt er að hugsa sér og það sem hann ekki getur það get ég sko ekki sagt ykkur. Bíðið spennt.

Mál dagsins

Gúrímalla. Mér fallast nú bara hendur þar sem mér er svo mikið mál.
Nú sem sagt þar sem ég hef þennan óbilandi hæfileika að stuða fólk þegar ég tjái mig og gera allt vitlaust í kringum mig með mínum vitsmunalegu athugasemdum. Ætla ég nú að tjá mig hér :D.

Nú ekki verður því neitað að þegar ég fæ tíma til að láta hugan reika er mér ofarlega í huga þroski einn allmikill.
Og þá helst minn eigin þroski. Þessa dagana þroskast ég tildæmis hratt. Datt í hug hún Samanta með appelsínugulu "hárin" heheh. verð víst að fara að skoða hárliti af því einhver hefur ákveðið "bölv. skíthællinn" að ég ætti að fá strípur. Eitthvað sem ég hef aldrei getað hugsað mér. En gert þó tvisvar fyrir mömmsuna. (spurning hvort hún hafi eitthvað með málið að gera :S) En allavega þetta er þau auðleyst mál svo mikið er víst og ég mun ekki hika við að nýta mér nútímatækni þegar að því kemur.

Annars er hér verið að lesa Terry Pratchet (eða eitthvað svoleiðs) frábær höfundur annað verður ekki sagt. Geggjað hugmyndaflug sem er meiriháttar að ræða vð stubbana. Mæli eindregið með honum.


Ég á í ástar sambandi fyrir þá sem ekki vita. Hann er kvenkyns stundum. Það er þegar hann stækkar þá verður hann bumbudúllan mín. Hefur sjálfstæðan vilja er stundum stór og stundum meðal lítill. Hefur eitthvað með æði að gera . Ekki hundaæði heldur mataræði. Um er að ræða bumbudúlluna mína, fæddist með hana og hún fer sko ekki neitt. Elska hana alveg gums. Átti einu sinni kærasta sem fílaði grön þegar ég flaggaði henni í fullu veldi með stolti. Honum var skipt út. Viljiru mig skaltu elska mig alla :D. Eiginlega versta að þetta skildu ekki vera tútturnar sem hafa þennan eiginleika. pældu maður ef mataræðið stýrði úttútnileika þeirra það væri klikkað, það myndi ég fíla. Verð að ræða þetta við genasplæsarana. Hvað klikkaði :Þ.

Þar sem mér er mikið mál..........

Hef ég nú ákveðið að hefja mitt eigið blogg til að hafa einhvern að tjá mig við sem ekki gerist svo grófur að mótmæla. :)