Svefnáhugamál barna sko. Það er mikill áhugi búin að vera á mínu heimili til gistinátta í tjaldi frá og með strax sumardeginum fyrsta. Þá var sko tjaldið rifið út.
Svo var spurt mamma má ég sofa í tjaldinu í nótt. Ég sagði strax "JÁ ELSKAN". :)
Nú það kom kvöld og myrkur og kuldi og allt í einu var skipt um skoðun, "öllum til mikillar undrunar" :)
Nú reglulega rignir þessum spurningum yfir mig ég ég segi alltaf "JÁ ELSKAN"
Stubbi er líka eitthvað að prófa sig áfram. ´"Má ég sofa á svölunum, eða í baðkarinu " osfrv. og mamma segir alltaf "JÁ ELSKAN" Skrítið þó það er alltaf hætt við , skil ekkert í þessu :).
Það er gott að vita að litlir menn hafa stólpa dómgreind :D
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment