Thursday, March 27, 2008

piss og krem

Í nótt var pissað á mig. Ég vaknaði við hlýja ljúfa bununa sem sprautaðist á mig og rann niður eftir bakinu. :) (aldrei fundið þetta með bununa áður þó ég hafi áður upplifað þetta með hlýjuna sem læðist um bakhlutann) Í raun verður ekki annað sagt en þetta hafi verið mjög þægilegt, þar til hugsunin sló mig að hann sonur minn væri nú hugsanlega að pissa á mig og ekki nóg með það í rúmið mitt. hmmmmmm

Krem er annar þjóðfélagsósóminn. í raun hrottalega gott að fá á sig krem finnst mér ! En við erum ekki öll eins. Litli stubburinn minn er einn af þeim sem eiginlega þarf að fá krem, og hann er líka einn af þeim sem hatar krem í hans huga er krem ógeðslegt og maður getur orðið verulega veikur af því að fá á sig krem. Allar mögulegar aðferðir hafa verið reyndar en sú sem virkar er 1/2 tíma aðferðin, í 4 ár höfum við reynt að finna réttu aðferðina en hún er í raun ekki til. Eina aðferðin sem til er er sú að rökræða málið í 1/2 tíma hvert sinn sem setja skal á sig krem. Nú fyrir óþolinmóða sem gjarnan vilja rumpa hlutunum af og eru ákaflega oft of seinir (af einhverjum óskýranlegum ástæðum ;Þ) er þetta mikil þolraun. En þær ku nú styrkja mann svo hver veit ;)

4 comments:

Unknown said...

Elsku systa. Hef bara eitt ráð.

Tala Hraðar!

hulda said...

:D

Dýrið said...

já... eftir að lesa þetta get ég sagt að ég sé a.m.k ekki nær því að vilja eignast börn :p

Unknown said...

Það er alltaf svo mikið fjör hjá þér Hulda! alveg frábært. Strákarnir þínir eru miklar tilfinningaverur, fíla sterkt hvernig þeim líður með hlutina og láta vita af því! gott mál
Eiríkur