Wednesday, March 26, 2008

Föt

Í dag ætla ég að tjá mig um föt.
Hvaða hálfviti fann upp fötin. Gerði viðkomandi sér grein fyrir þeim ólýsanlega sársauka, félagslegur vandamálum og fjölskyldu krísum sem upp myndu koma vegna þessara klæðabúta.
Frá fæðingu hafa föt verið mér til mikils ama. Sem ung kona tókst mér iðulega að klæðast röngum fötum. Ætlaru í þessu var viðkvæðið. Keyptar voru á mann flíkur óumbeðið en af góðvild einni en þær reyndust ekki vera réttar og því upphófst þarna drama allmikið sem endist í ef ekki mörg ár og allt út af einni brók sem hafði þann hæfileikann að mynda tvo fótbolta úr afturenda einum stórkostlegum.
Síðan þá hefur þetta verið eilíf barátta um að kaupa eða ekki kaupa föt og í hvað á að fara og hvort það yfir höfuð kemst yfir rassinn.

Og ekki batnaði ástandið eftir að ég þrefaldaðist úr úr mér sputtu afvextir tveir. Einhverra vegna höfðu þeir strax mjög ákveðnar skoðanir á því hvaða efnisbútum þeir vildu og vildu ekki klæðast. Ekki nóg með það þessir efnisbútar meiga ekki snúa nema á ákveðna vegu, það má ekki fara í þá nema eftir ákveðinni röð ( og við skulum ekki geyma því að þessir úrvextir eru báðir af kyni því er nefnist karlkyn) og svo framvegis. Litirnir ómögulegir, þetta er þröngt, ekki þetta aftur og ég veit ekki hvað og hvað.
Sem móðir stekk ég upp (Takið eftir lýsingunni stekk, kannski lítillega ýkt) á hverjum morgni eldspræk og geng dansandi og syngjandi að klæðaskáp drengja minna. Nú meðan þeir eru að umla undir sænginni, reyni ég vegna fenginnar reynslu að fá einhverjar upplýsingar um hverju hugsanlega þeir gætu hugsað sér að klæðast þennan daginn. Lítið er um svör , það eina sem ég veit með vissu er að það sem ég vel er EKKI það sem þeir vilja ganga í þann daginn.
Í morgun til dæmis varð ég fyrir árás út af pollabuxum (þær voru of þungar), umræðan um að fara ekki í gallann sem er höfð í 90% tilvika að morgni upphófst og fótboltaskórnir voru dregnir fram í gaddinum. Þegar nota bene búið var að ræða það að fara yfir höfuð í fatnað þennan morguninn. Þetta var sá eldri. Sem er nú sem betur fer orðin heldur sjálfbær hvað klæðnað varðar.

Nú þá var eftir baráttan við þann yngri.
Nú bolur, og fallegur töff skyrtubolur. Nei fyrst vildi hann vera áfram í skítuga bolnum síðan í gær. Eftir umræður og umhugsunarfrest féllst hann á að hann mætti víkja. Þá var farið í nýjan bol Ok og þá kom að skyrtunni, Nei ég vil ekki fara í þessa skyrtu mamma. ok umræðan var tekin og hún var samþykkt þegar löggumerkið og kábojinn uppgötvuðust (hann vildi nú eiginlega frekar ekta löggumerki en ok). nú þá uppgötvaðist að hann var í bolnum innanundir, það var nú ómögulegt úr honum skyldi hann, og upphófst grátur mikill ( með einstakri þolinmæði tókst mér að dissa þennan þátt og fyir eitthvert kraftarverk reif minn sig ekki úr bolnum þennan morguninn. Nú þá voru það gammosíurnar, ekki vildi minn í þær og þaðan af síður hlýju sokkana ( nú í þá fór hann þar sem hann var með hósta en það þíddi kvart í 3 korter eftir það) En ok nú voru þær buxurnar og í þær fór hann en kvartandi yfir bolnum og sokkunum. Úlpan var samþykkt en húfan nei takk. Vettlingarnir (hafði vit á að ræða það ekki þennan morguninn) sluppu og sama gilti um flíspeysuna. Nú taka skildi með inniskó sem heilmikil flækja var að fara í þar sem árans sokkarnir voru þarna enn og þegar ég skildi við minn í leikskólanum var hann að fara úr hlýju sokkunum sínum til að vera á tásunum í inniskónum.

Og vitið þið bara hvað ég er meira að segja þannig af guði gerð að mér er alveg sama í hvaða fötum drengirnir mínir eru svo framarlega sem þeir frjósa ekki úr kulda og eru ekki drullu skítugir.

Sem sagt föt!!!!!!!!!!!!!!
Held ég legga það til á alþingi að við veðum öll látin vera loðin aftur. Held það myndi spara þjóðarbúinu offjár í geðlyfjum.

1 comment:

Unknown said...

Hef það á tilfinningunni að þessi bloggfærsla hafi verði á suðupungti í þó nokkurn tíma :)
Manstu hvernig örverpið heima var? Kom reglulega inn til að skipta um föt yfir daginn og reif á meðan allt upp úr kommóðunni á ganginum til að velja Einu Réttu Flíkina.