Já annað verður ekki sagt. Aldrei hefði ég séð mig í hlutverki hershöfðingjans, enda er ég ekki svo viss um að mér farnist það hlutverk vel úr hendi. heheheh. En eitt er víst maður fær víst ekki alltaf að velja :Þ.
Eiginlega er ég óttarlegur lúser hvað viðkemur að vera einhver stjóri, not rilí mí. Þarna er einhver merkileg brotalöm í gangi þar sem ég sem er náttúrulega eins og allir sem þekka mig vita alveg rosalega staðföst kona með mikinn átoritet sem allir ég endurtek allir hlíða og taka mikið mark á :Þ. En hér sig ég sem sagt og á hvorki meira né minna en tvö stykki óeirðasekki sem krefjast þess að ég sé marsjall mamma hafi ég einhvern huga á að lifa af. (god æ heit it) :D.
Eiginlega finnst mér að góðmennska mín eigi að duga algerlega sem agatæki. En ég veit ekki alveg hvað það er, að lokinni töku 20 á ´"blíðu nótunum" verður að beita armí tækninni og þá verða sumir reiðir heheh ( það má ekki öskra á mann!!!!!!!!!!). Mikið rosalega leiðist mér þetta, en ég ( af því ég er óviðbjargangi bjartsýnismanneskja hvað viðkemur því að finna lausnina) held áfram að reyna, enda hef ég víst ekki annað val heheheheh.
En það verður nú að segjast að þessi dagur var rosa flottur í hinni litlu sætu familíu. sól og sæla, hesta og sund, bingó og ´búðarráp (ikea) :D, ´ bílinn orðinn hreinn og fín, er hægt að hafa það betra. Og ekki nóg með það marskálkurinn þurfti bara að mæta á svæðið í tvígang :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já, vesen þetta uppeldisdót, þægilegt að þurfa bara ekkert að hugsa um þetta ;)
Til hamingju með orðsnilldina. Þú ert eins og þú átt að þér að vera á blogginu.
Uppeldið er sko sannarlega þannig að vöndurinn verður að vera í annarri hendinni um leið og sælgætið er í hinni.
Post a Comment