Wednesday, May 7, 2008

Það er þetta með sálfræðina sko

Svefnáhugamál barna sko. Það er mikill áhugi búin að vera á mínu heimili til gistinátta í tjaldi frá og með strax sumardeginum fyrsta. Þá var sko tjaldið rifið út.
Svo var spurt mamma má ég sofa í tjaldinu í nótt. Ég sagði strax "JÁ ELSKAN". :)
Nú það kom kvöld og myrkur og kuldi og allt í einu var skipt um skoðun, "öllum til mikillar undrunar" :)

Nú reglulega rignir þessum spurningum yfir mig ég ég segi alltaf "JÁ ELSKAN"
Stubbi er líka eitthvað að prófa sig áfram. ´"Má ég sofa á svölunum, eða í baðkarinu " osfrv. og mamma segir alltaf "JÁ ELSKAN" Skrítið þó það er alltaf hætt við , skil ekkert í þessu :).

Það er gott að vita að litlir menn hafa stólpa dómgreind :D

Thursday, May 1, 2008

yllisprotinn????

Sko nú er ég alveg despó.
Af hverju vildi Harry Potter meina að Draco Malfoy væri réttmætur eigandi Yllisprotans. Mín fattar ekki og það er ekki að virka fyrir hana!!!!!!!!!
HJÁLP þið alsvitandi