Eiginleikar einstaklinga eru margir og af ýmsum toga.
Bjartsýni er góður eiginleiki.
Aldrei gefast upp alltaf trúa á það besta, góður eiginleiki.
Gefast ekki upp nema í fulla hnefana, góður eiginleiki.
Samningafærni, góður eiginleiki.
Trú á meðbræðrum sínum, góður eiginleiki.
Vera alltaf tilbúin til að reyna aftur, góður eiginleiki.
Jákvæðni, góður eiginleiki.
Hafi öllum þessum eiginleikum verið beitt í nokkur ár og niðurstaðan segir manni enn og aftur að það er ekki!!!! hægt að fara með strákana upp í hesthús og hvað þá fara á bak og hvað þá að leyfa vinum þeirra að koma með. Þá fer maður að spyrja sig hvort tími sé komin til að gefast upp. :(
En :S sjáum til, kannski kemur það, látum það koma í ljós næstu helgi, hver veit :)
Sunday, April 20, 2008
Wednesday, April 16, 2008
Mamma þú er flottust!!!
Sko og ha ha.
Við sonur minn vorum að ræða um stúlkur og einhverra hluta vegna tvinnaðist inn í umræðuna hvor stúlknanna honum hefði þótt flottari. Minn var ekki lengi að svara " Mamma þú ert flottust" þeir eru sko fljótir að læra mínir. :D held þeir verði flottir þarna í framtíðinni við fljóðirnar.
GP lærðu af þessu heheheheh
Hef annars verið heimahangandi lasin í tvo daga. Arrgg og garrg, en gat þó gaggast eitthvað á milli í verkinu mínu. Má bara alls ekki vera að þessu.
FACE
Við sonur minn vorum að ræða um stúlkur og einhverra hluta vegna tvinnaðist inn í umræðuna hvor stúlknanna honum hefði þótt flottari. Minn var ekki lengi að svara " Mamma þú ert flottust" þeir eru sko fljótir að læra mínir. :D held þeir verði flottir þarna í framtíðinni við fljóðirnar.
GP lærðu af þessu heheheheh
Hef annars verið heimahangandi lasin í tvo daga. Arrgg og garrg, en gat þó gaggast eitthvað á milli í verkinu mínu. Má bara alls ekki vera að þessu.
FACE
Thursday, April 10, 2008
Kjötbollur í Ikea
"Mamma ég var að pæla. Eigum við að fara í IKEA og fá okkur kjötbollur og svo get ég farið í leiklandið" Bragi nokkur Hrólfsson. Gellur við á hvurjum degi.
Wednesday, April 9, 2008
Anna Margrét Petra
Litla systir hans Sindra bróður hans Braga heitir Anna Margrét Petra. Þetta finnst mér merkilegt. Stundum er tilveran dularfull.
Wednesday, April 2, 2008
Tileinkað litla bróður
Í dag fékk ég knús þegar ég vaknaði. Mamma þú ert besta mamma í heimi. Í dag, var mér sagt að ég væri fallegasta mamma í heimi. Í dag fékk ég mörg knús bara af því ég er ég . Í dag gat ég gefið fullt af knúsum alveg eins og ég vildi. Sagt tveimur ótrúlega fallegum einstaklingum að ég elski þá mörgum sinnum. Í dag tóku sætir stubbar af borðinu sjálfir :), í dag háttuðu tveir stubbar sig sjálfir :) í dag var mörgum sinnum sagt takk mamma :) í dag hlýnaði mér mörgum sinnum við hlátur, bros og stubbalag. Í dag gat ég mörgum sinnum sagt takk ástin mín.
Þetta var ekki fyndið, þetta átti ekki að vera fyndið, þetta finnst mörgum án efa hræðilega væmið, en þetta er satt og mig langaði að segja það :Þ og þetta er tileinkað litla bróður :D
Þetta var ekki fyndið, þetta átti ekki að vera fyndið, þetta finnst mörgum án efa hræðilega væmið, en þetta er satt og mig langaði að segja það :Þ og þetta er tileinkað litla bróður :D
Subscribe to:
Comments (Atom)